Viðburðir framundan
  • Woman with her children

Fyrirlestur á ensku um íslenska jólasiði

  • 22.12.2018, 12:00 - 13:00, Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Laugardaginn 22. desember kl. 12 flytur Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands erindi um íslenska jólasiði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 

Fyrirlesturinn fjallar um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina.

Í nútímanum eru jólin sérstaklega tengd fæðingu Krists en eiga sér þó ævafornar rætur sem teygja sig langt aftur fyrir tíma kristni. Í fyrirlestri sínum seilist Terry aftur til goða og norrænnar trúar og skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum. Draugatrú, álfatrú og tröllatrú hafa tengst gömlu íslensku jólunum svo fátt eitt sé nefnt. Terry mun að sjálfsögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku jólasveina. Einnig mun hann segja frá athyglisverðum ættingjum þeirra í nágrannalöndunum. Að lokum verður athyglinni beint að ýmsum siðum í tengslum við jól og áramót í nútímanum.

Verið öll velkomin.