Viðburðir framundan

Hinsegin kórinn

  • 8.2.2019, 19:00 - 19:15, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

Hinsegin kórinn flytur nokkur lög í anddyri Þjóðminjasafns Íslands á Safnanótt frá kl. 19:00 - 19:15. Eftir það er boðið upp á einstaka hinsegin leiðsögn um grunnsýningu safnsins, Regnbogaþráðurinn: óklippt útgáfa. Um er að ræða óklippta útgáfu af Regnbogaþræðinum, sem er hinsegin vegvísir um sýninguna, með spennandi efni sem af ýmsum ástæðum rataði ekki inn í hina endanlegu útgáfu. Sjá nánar um leiðsögnina hér.

Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Sjá nánar um Regnbogaþráðinn hér.