Viðburðir framundan

Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar

  • 18.11.2018, 14:00 - 15:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 leiðir Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor frá Árnastofnun gesti um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu. Gísli er margreyndur í íslenskum fræðum og tekst að gæða lífi þau verk sem bera má augum á sýningunni og tengjast handritamenningu landsins.

Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.


Leiðsögnin er ókeypis. Verið öll velkomin.