Viðburðir framundan

Leiðsögn sýningarhöfunda. Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur

  • 24.2.2019, 14:00 - 14:45, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 leiða Lilja Árnadóttir og Nathalie Jaqueminet gesti um sýninguna Kirkjur Íslands í Bogasal.   

Á sýningunni er úrval gripa sem fengnir voru að láni úr íslenskum kirkjum víða um land. Valdir voru gripir sem varpa ljósi á listsöguleg tengsl íslenskra kirkjugripa við strauma og stefnur í nágrannalöndunum. Aldur þeirra spannar allt frá síðmiðöldum og til þeirrar tuttugustu. Úrval gripa er eftir íslenska listamenn og hagleiksfólk. Í gegnum kirkjugripi er mögulegt að greina verslunartengsl við önnur lönd.

Leiðsögumenn sunnudagsins munu eftir föngum greina frá liststílum gripanna. Sagðar verða sögur valinna gripa sem eiga sér athyglisverðan feril. Sumir gripanna varpa ljósi á útsjónarsemi þegar hversdagslegir nytjahlutir fengu hlutverk í helgihaldinu.