Viðburðir framundan

Gjuggíborg – Myndskreyttar bækur fyrir börn á pólsku og íslensku

Opnun 21. mars kl. 17

  • 21.3.2017 - 2.4.2017, 17:00

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. 

Gjuggíborg – Myndskreyttar bækur fyrir börn á pólsku og íslensku

Á síðasta áratug eða svo hefur verið mikil gróska í útgáfu myndskreyttra barnabóka á Íslandi og í Póllandi. Myndskreytingar á sex íslenskum og 16 pólskum barnabókum sem þykja bera af verða til sýnis og til umfjöllunar en viðburðurinn skiptist í tvennt: Sýningu á myndskreytingum og vinnustofu fyrir börn og myndskreyta.

https://www.facebook.com/events/194747084343555/