Viðburðir framundan

Regnbogaþráðurinn: Óklippt útgáfa

  • 8.2.2019, 19:15 - 20:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Gestum Safnanætur er boðið upp á einstaka hinsegin leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Um er að ræða óklippta útgáfu af Regnbogaþræðinum, sem er hinsegin vegvísir um sýninguna, með spennandi efni sem af ýmsum ástæðum rataði ekki inn í hina endanlegu útgáfu. 

Ýmislegt mun bera á góma – hjálpartæki ástarlífsins, mannorðsspillandi kvenskörungar, ástarþríhyrningar, ástarferhyrningar og jafnvel -fimmhyrningar ásamt ýmiss konar leyndarmálum sem aldrei áttu að opinberast. Á undan syngur Hinsegin kórinn nokkur lög.