Viðburðir framundan

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri, veitir leiðsögn

  • 20.1.2019, 14:00 - 14:45, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 20. janúar klukkan 14 leiðir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Um 130 verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Íslands og sjónum er sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni.

Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Verið öll velkomin.
Ókeypis aðgangur er að leiðsögninni