Áttu forngrip

Áttu forngrip í fórum þínum? 4.11.2018 13:00 - 16:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Tvisvar á ári, í mars og nóvember, býðst gestum að koma með gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins. Margir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi en vita lítið um uppruna þeirra og leikur þá kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari deili.

 

Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar 18.11.2018 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 leiðir Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor frá Árnastofnun gesti um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu. Gísli er margreyndur í íslenskum fræðum og tekst að gæða lífi þau verk sem bera má augum á sýningunni og tengjast handritamenningu landsins.

 

Opnun hátíðarsýninga um Kirkjur Íslands 24.11.2018 14:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar laugardaginn 24. nóvember kl. 14. Sýningarnar eru hluti af hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis.