Fullveldisleiðsögn: Fjölmenning á Fróni

Frú Eliza Reid, forsetafrú, veitir leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands; Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár, undir yfirskriftinni Fjölmenning á Fróni.

Lesa meira

Dagskrá Þjóðminjasafns Íslands í tilefni 100 ára fullveldisafmælis

Hátíðardagskrá Þjóðminjasafns Íslands er liður í veglegri dagskrá 100 ára afmælis fullveldis Íslands

Lesa meira

Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna
  • 24.11.2018-28.4.2019 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Guðshús hafa öldum saman verið íburðarmikil hús auk þess að hýsa helstu listgripi þjóða. Þannig var því einnig farið á Íslandi. 

Lesa meira

Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur
  • 24.11.2018-24.10.2019 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.

Lesa meira

Tæknin tekin með trukki
  • 14.10.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, talar um tæknivæðingu á 20. öld og dregur fram ýmsar skondnar hliðar og það sem séríslenskt má teljast í þeim efnum. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Hún fer fram á íslensku og hefst kl. 14 sunnudaginn 14. október. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum
  • 26.5.2018-26.5.2019 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

Lesa meira

Fullveldisleiðsagnir í Þjóðminjasafni Íslands árið 2018
  • 18.2.2018-16.12.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín. #fullveldi1918 #fullveldisdagurinn

Lesa meira

Eitt og annað um efnisheiminn
  • 9.9.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sprengju-Kata veitir fjölskylduleiðsögn um Þjóðminjasafn Íslands í tilefni af fullveldisárinu, sunnudaginn 9. september kl. 14.

Lesa meira

Leiðsögn: Trausti Jónsson veðurfræðingur
  • 13.5.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

 Trausti Jónsson veðurfræðingur mun segja frá hugmyndum um veðurfar liðinna alda og upphafi skipulegra veðurathugana.  

Lesa meira

Leiðsögn: Magnús Gottfreðsson, prófessor
  • 11.3.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, veitir gestum Þjóðminjasafnsins innsýn í smitsjúkdóma og meðhöndlun sjúklinga hér á landi frá svartadauða á miðöldum til dagsins í dag. 

Lesa meira

Leiðsögn: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • 18.2.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,  gengur með gestum um Þjóðminjasafnið með leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.

Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu
  • 11.3.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðbúningadagur verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 11. mars kl. 14 -16. Almenningur er hvattur til að draga fram þjóðbúninga af öllu tagi, klæðast þeim og koma og sýna sig og sjá aðra. Það er Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands sem boðar til samkomunar. 

Lesa meira