Styttu þér leið

1. des Snjókast í Reykjavik

1.

Þegar allt er á kafi í snjó er gaman að fara út í snjókast. Er snjór úti í dag?

2. des - Sleðaferð í bænum

2.

Sniðugt að ferðast um á sleða í snjónum. Vonandi dettur maðurinn með stafinn ekki í hálkunni!

3. des - Jólaföndur

3.

Hvað ætlar þú að föndra fyrir jólin? Þú gætir kannski föndrað svona jólasveina.

4. des - Snjókarl

4.

Finnið þann sem sker sig úr hópnum. Gæti sá heitið Snæfinnur?

5. des - Jólamyndir málaðar

5.

Ætli þessir krakkar ætli að gefa myndirnar í jólagjöf?

6. des - Á skautum

6.

Ætli Tjörnin sé frosin? Þá væri hægt að skella sér á skauta. Hvað eru margir á skautum á þessari mynd?

7. des - Jólasveinn í glugga

7.

Nú eru komnir jólasveinar og jólaskreytingar í búðagluggana. Þá er tilvalið að fá sér göngutúr niður í bæ.

8. des - Skreyttur midbær

8.

Fallega skreyttur miðbær. Er komið upp jólaskraut heima hjá þér?

9. des - Unnið í baðstofu

9.

Hér er unnið hörðum höndum við tóvinnu, enda kærir sig enginn um að lenda í jólakettinum. Hvað ætli strákurinn fremst á myndinni sé að gera?

10. des Jólaboð við Mývatn

10.

Ansi er þetta huggulegt jólaboð. Takið sérstaklega eftir jólatrénu á borðinu.

11. des Oslóartréð tendrað

11.

Hefur þú farið niður á Austurvöll að sjá stóra jólatréð? Finnst þér það ekki fallegt?

12. des - Börn skreyta krítartöflu

12.

Þessir krakkar eru að skreyta skólastofuna sína fyrir jólin. Er búið að skreyta hjá þér?

13. des - Jólasveinaleikrit

13.

Hvaða jólasveinar eru nú þetta? Ætli þetta sé skólaleikrit?

14. des - Á sleða

14.

Þessi eru nú aldeilis reffileg! Hvert ætli þau séu að fara?

15. des - Jólasveinn á jólaballi

15.

Hvað ætli þessi jólasveinn sé að segja við krakkana? Þau hlusta öll mjög vel á hann.

16. des - Spilað á spil

16.

Hér er fólk að spila á spil. Spilar þú ekki stundum yfir jólin? Fær strákurinn fremst á myndinni ekki að vera með?

18. des - Jólatré við Dómkirkju

17.

Það er fallegt um að litast hjá Dómkirkjunni þegar jólatréð er komið á sinn stað við Austurvöll.

17. des - Stelpa les í bók

18.

Eru einhverjar bækur á óskalistanum þínum fyrir jólin? Hver er uppáhaldsbókin þín?

19. des - Krakkar við jólaskraut

19.

Hvað eru þessir krakkar búnir að föndra? Þau eru greinilega mjög stolt af verkinu sínu.

20. des - Stelpa með jólasveinadukkur

20.

Ætli þessi stelpa hafi fengið jólasveinana og dúkkuna í jólagjöf? Hvað er efst á óskalistanum þínum fyrir jólin?

21. des - Jólatré á bögglabera

21.

Er búið að kaupa jólatré fyrir heimilið þitt? Þessi skellir jólatrénu bara aftan á hjólið sitt. Myndir þú treysta þér til þess?

22. des - Við jólatréð

22.

Þessir krakkar hafa fengið eitthvað skemmtilegt í jólagjöf. Finnst þér jólatréð þeirra ekki fallegt?

23.-des---Jolabad

23.

Nú er kominn tími á jólabaðið! Þessir strákar baða sig saman í bala.

24. des - Dansað í kringum jólatréð

24.

GLEÐILEG JÓL!


Ekki er komið að þessum degi

Kemur í nótt - 2014

Engin grein fannst.
Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.