Jólasveinar 21. aldarinnar - Jólasveinar

Í þessum skemmtilegu teikningum Jóhönnu Þorleifsdóttur listakonu er búið að koma gömlu góðu íslensku jólasveinunum inn í nútímann. Jólasveinarnir sem eru alltaf á besta aldri eru nú búnir að nútímavæða sig og farnir að aðhyllast ýmsa siði og ósiði nútímans. Nú erum við komin með þessa flottu kalla, fjölskyldu og gæludýr á póstkort. Hægt er að versla jólakortin í Safnbúðinni og hér í vefverslun. Fara í vefverslun

 • Askasleikir, 17. desember

  Askasleikir telur sig vera safnara. Þegar hann sá hvert hans heittelskuðu askar stefndu, sankaði hann eins mörgum að sér og hann gat. ,,Maður verður nú að eiga til skiptanna” segir hann þvermóðskulega. Það er fátt sem ekki smakkast betur upp úr aski. Fara í vefverslun.

 • Bjúgnakrækir, 20. desember

  Bjúgnakrækir var kominn með svimandi hátt kólesteról. En þá fékk hann hugljómun og gerðist grænkeri. Nú getur hann etið grænmetispylsur eins oft og honum lystir, Grýlu til mikillar mæðu því nú fer öll vikan í að arka um fjöll að eltast við kartöflur og grænmeti ofan í strákinn. Hægt er að versla jólakortin í Safnbúðinni og hér í vefverslun. Fara í vefverslun

 • Gáttaþefur, 22. desember

  Hefurðu einhvern tímann étið svo mikið yfir þig að þú dast út og þegar þú loks rankaðir við þér varstu orðinn trúarleiðtogi? Gáttaþefur rann á ilminn af samhverfasta laufabrauði landsins. Það tendraði bál innra með honum og nú stýrir hann flokki hins Gullna brauðs. Sælkerar landsins sameinist! Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Giljagaur, 13. desember

  Giljagaur hefur löngum séð kosti mjólkurfroðunnar. Hann gekk í bréfaskóla og er nú orðinn fullgildur kaffibarþjónn. „Leyndardómurinn er í froðunni”. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Gluggagægir, 21. desember

  Gluggagægir er orðinn ansi lunkinn á tölvur. Hans allra uppáhaldsstýrikerfi er Windows og þegar hann þeysist um veraldarvefinn hefur hann undantekningalaust opna að minnsta kosti 10 flipa. Fara í vefverslun.

 • Grýla og Leppalúði

  „Grýlu kjétó” heitir bókin sem kom Grýlu á kortið. Þar dásamar hún kolvetnalausa fæðu og hvernig hún hefur haldið sér í formi í árhundruð með því að borða spik og feitt ket, af ónefndum uppruna. Leppalúði heldur úti samfélagsmiðlum fyrir spúsu sína og þykir mjög virkur í athugasemdum. Hægt er að versla jólakortin í Safnbúðinni og hér í vefverslun. Fara í vefverslun

 • Hurðaskellir, 18. desember

  Hurðaskellir fékk tennisolnboga fyrir nokkrum árum og var bannað að skella fleiri hurðum. En hann er klókur og lét ekki einhvern lækni ræna sig gleðinni. Nei, hann hóf framleiðslu á tréklossum og hrossabrestum úr viði endurunnum úr óskelltum hurðum. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Jólakötturinn

  Sjá þennan glansandi feld og sterklegar klærnar. Það liggur í augum uppi að þessi köttur er vel alinn og meira til. Stúfi hugkvæmdist eitt árið að skrá Jólaköttinn í fegurðarkeppni katta. Þar hreppti kisi gamli fyrsta sæti í öllum flokkum. Var við öðru að búast? Fara í vefverslun.

 • Kertasníkir, 24. desember

  Kertasníkir hefur meyrnað með árunum. Það er ekkert launungarmál að börn landsins unna honum heitt. Hann hætti því kertaþjófnaði en beinir frekar athygli sinni að gerð litríkra ljósaskúlptúra. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Ketkrókur, 23. desember

  Ketkrókur hefur uppgötvað að það má hengja ýmislegt í reyk annað en ket. Í tilraunaeldhúsi Ketkróks urðu meðal annars til þessi dýrindis reyktu hrognkelsi sem mokseljast hjá honum undir vöruheitinu „Reyk-kelsi”. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Pottaskefill, 16. desember

  Pottaskefill þrammar um stræti og torg og mótmælir harðlega. Hverjum datt í hug að klína teflon á allt og alla?! Hann verslar nú öll sín búsáhöld á nytjamörkuðum, uppfullur af fortíðarþrá og í bullandi fráhvörfum af skófarleysi. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Skyrgámur, 19. desember

  Ólíkt bræðrum sínum, sem flestir hafa ánetjast vita gagnslausu fóðri, hefur Skyrgámur lagt áherslu á próteinið. ,,Prótein og upphífingar. Hin besta skemmtun!” heyrist hann gjarnan rymja. Skyrgámur rekur nú sína eigin crossfitstöð upp í Kerlingarfjöllum. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Stekkjastaur, 12. desember

  Eftir að hafa ánetjast pilates hefur Stekkjastaur loksins öðlast frelsið sem felst í vel smurðum liðum. Hann mælir eindregið með daglegum æfingum heimavið. Hægt er að versla jólakortin í Safnbúðinni og hér í vefverslun. Fara í vefverslun.

 • Stúfur, 14. desember

  Stúfur fékkst loks til að hitta næringarfræðing, skófir eru víst alls ekki nóg fyrir vaxandi menn. Hann er kominn á rétt mataræði og sprettur vel. Einnig hefur hann gefið út bókina “Ekki lítill lengur”. Hér er hægt að versla jólakortin í vefverslun.

 • Þvörusleikir, 15. desember

  Þvörusleikir var uppgötvaður og vinnur nú aðallega í fyrirsætubransanum. Hann hefur unnið fyrir fjöldann allan af tískuhúsum og er uppáhald margra stærstu hönnuða heimsins. Með silfurlitann makkann, langa leggi og grannur eins og þvara. Hægt er að versla jólakortin í Safnbúðinni og hér í vefverslun. Fara í vefverslun