Dagskrá

Jólagjafir og skraut í safnbúð
Þú finnur jólagjafirnar í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands á Suðurgötu og vefversluninni okkar.
Lesa meira
Jólatré úr safneign
Á aðventu og fram á þrettándann má sjá sýningu á jólatrjám af þeirri gerð sem mörg muna eflaust eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða langömmu og langafa. Jólatrén eru frá því snemma á 20. öld og fram undir 1970. Trén eru úr safneign Þjóðminjasafnsins og eru til sýnis á annarri hæð safnsins.
Lesa meira
Jólgeirsstaðir - jólasveinahús
Ung og aldin hafa eflaust gaman af að skoða heillandi líkan torfbæjar sem stendur uppi í safninu á aðventunni og fram á þrettándann. Þar eru allir jólasveinarnir þrettán saman komnir að sýsla við eitt og annað innan húss og utan.
Lesa meira
Jólakattaratleikur; hvar er jólakötturinn?
Jólakötturinn hefur sloppið inn á Þjóðminjasafnið og falið sig á tíu stöðum innan um muni sýningarinnar.
Lesa meira
Grýla, Leppalúði og Svavar Knútur
Grýla og Leppalúði eru vön að koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma ofan af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við á safninu til að hitta börnin.
Lesa meira
Stekkjastaur
Jólasveinarnir þjóðlegu koma nú vel klæddir í Þjóðminjasafnið á slaginu 11 frá og með 12. desember. Í dag er það hann Stekkjastaur sem reyndi hér áður fyrr að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum. Viðburðinum er streymt hér.
Lesa meira
Íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið
Íslensku jólasveinarnir mæta á Þjóðminjasafnið við Suðurgötu í Reykjavík frá og með 12. desember og fram á aðfangadag, kl. 11:00 alla dagana. Þeir koma einn af öðrum og eru auðvitað klæddir þjóðlegu fötunum sínum.
Lesa meira
Giljagaur
13. desember kemur Giljagaur. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum. Viðburðinum verður einnig streymt á YouTube-rás safnsins.
Lesa meira
Stúfur
Jólasveinninn sem kemur til byggða 14. desember heitir Stúfur og er heldur lágur til hnésins. Hann er líka stundum kallaður Pönnuskefill, því í gamla daga reyndi hann að hnupla matarögnum af steikarpönnunni. Viðburðinum verður einnig streymt á YouTube rás safnsins.
Lesa meira
Þvörusleikir
Þann 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Hér áður fyrr stalst hann til þess að sleikja þvöruna, sem potturinn var skafinn með. Nú á dögum reynir hann að finna þvörur í Þjóðminjasafninu þegar hann kemur þangað í heimsókn. Viðburðinum verður streymt á YouTube rás safnsins.
Lesa meira
Pottaskefill
16. desember má búast við Pottaskefli í heimsókn. Hann heitir líka Pottasleikir því í gamla daga sat hann um að komast í matarpotta sem ekki var búið að þvo og sleikti skófirnar innan úr þeim. Jólasveinarnir eru einnig í streymi.
Lesa meira
Askasleikir
Askasleikir kemur í Þjóðminjasafnið 17. desember klukkan 11. Í gamla daga át fólk matinn sinn upp úr öskum sem stundum voru geymdir undir rúmi eða á gólfinu. Askasleikir faldi sig stundum undir rúmi og ef einhver setti askinn sinn á gólfið þá greip hann askinn og sleikti allt innan úr honum. Jólasveinarnir eru einnig í streymi.
Lesa meira
Hurðaskellir
Hurðaskellir kemur í bæinn þann 18. desember. Hann gekk alltaf skelfing harkalega um og skellti hurðum svo fólk hafði varla svefnfrið. Hann á það enn til að skella hurðum og gerir það alltaf þegar hann heimsækir Þjóðminjasafnið. Hurðaskellir verður einnig í beinu streymi á YouTube-rás safnsins.
Lesa meira
Skyrgámur
19. desember er von á jólasveini sem heitir Skyrgámur eða Skyrjarmur, af því að honum þótti svo gott skyr að hann stalst inn í búrið og hámaði í sig skyrið upp úr keraldi. Skyrgámur verður í beinu streymi á YouTube-rás safnsins.
Lesa meira
Bjúgnakrækir
Bjúgnakræki má búast við 20. desember. Honum þótti best að borða bjúgu og pylsur og stal þeim hvar sem hann komst í færi. Bjúgnakrækir er einnig í streymi hér.
Lesa meira
Gluggagægir
21. desember kemur hann Gluggagægir í heimsókn. Hann var ekki eins matgráðugur og sumir bræður hans, en skelfing forvitinn að gægjast á glugga og jafnvel að stela leikföngum sem honum leist vel á. Gluggagægir er í streymi hér.
Lesa meira
Gáttaþefur
22. desember kl. 11 má búast við Gáttaþef sem þekkist á því að hann er með alveg svakalega stórt nef. Honum fannst alltaf óskaplega góð laufabrauðs- og kökulyktin þegar verið var að baka fyrir jólin og reyndi hann að hnupla einni og einni köku. 22. desember var líka stundum kallaður hlakkandi því þá voru börnin farin að hlakka svo mikið til jólanna. Gáttaþefur verður einnig í streymi á YouTube-rás safnsins.
Lesa meira
Ketkrókur
Á Þorláksmessu, 23. desember, kemur Ketkrókur, sem er svo sólginn í ket. Í gamla daga rak hann langan krókstaf niður um eldhússtrompinn og krækti sér í hangiketslæri sem héngu uppi í rjáfrinu eða hangiketsbita upp úr pottinum en þá var hangiketið soðið á Þorláksmessu. Ketkrókur verður einnig í streymi á YouTube-rás safnsins.
Lesa meira
Opnunartími yfir jól og áramót
Opnunartími í Þjóðminjasafni Íslands um jól og áramót verður sem hér segir:
Lesa meira
Kertasníkir
Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember kl.11. Í eldgamla daga voru kertin skærustu ljós sem fólk gat fengið. En þau voru svo sjaldgæf og dýrmæt að mesta gleði barnanna á jólunum var að fá sitt eigið kerti. Og aumingja Kertasníki langaði líka að eignast kerti. Kertasníkir verður einnig í streymi.
Lesa meira