Viðburðir framundan

Flotsokka og Pottaskefill koma skellandi kát á laugardag!

  • 16.12.2023, 11:00 - 11:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Dásamleg jólaskemmtun í Þjóðminjasafninu á laugardag kl. 11.

Kuldastráið skrítna, Pottaskefill, kemur alltaf í Þjóðminjasafnið 16. desember og í ár mun Flotsokka, jólaskellan fundvísa, fylgja honum. Þau hlakka til að hitta skemmtilega krakka og foreldra þeirra, syngja, skemmta og komast í sprellfjörugt jólaskap.

Jólasveinar alla daga kl. 11 fram að jólum.

Flotsokka

Flotsokka er fundvís
á feitmeti um allt
og fyllir sokka af floti
– á fótum er aldrei kalt.

Þá gengið er til náða
hún nartar í mörinn hljóð
og kleinufeiti er uppáhald,
svo ofboðslega góð.

Pottaskefill

Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku' upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti 'ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.


Askasleikir og Leppatuska koma svo á sunnudag kl. 11. Þau eru líka mjög skemmtileg.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.