Dagatal

Fyrirsagnalisti

1.

Þegar allt er á kafi í snjó er gaman að fara út í snjókast. Er snjór úti í dag?

2.

Sniðugt að ferðast um á sleða í snjónum. Vonandi dettur maðurinn með stafinn ekki í hálkunni!

3.

Hvað ætlar þú að föndra fyrir jólin? Þú gætir kannski föndrað svona jólasveina.

4.

Finnið þann sem sker sig úr hópnum. Gæti sá heitið Snæfinnur?

5.

Ætli þessir krakkar gefi myndirnar í jólagjöf?

6.

Ætli Tjörnin sé frosin? Þá væri hægt að skella sér á skauta. Hvað eru margir á skautum á þessari mynd?

7.

Nú eru komnir jólasveinar og jólaskreytingar í búðagluggana. Þá er tilvalið að fá sér göngutúr niður í bæ.

8.

Fallega skreyttur miðbær. Er komið upp jólaskraut heima hjá þér?

9.

Hér er unnið hörðum höndum við tóvinnu, enda kærir sig enginn um að lenda í jólakettinum. Hvað ætli strákurinn fremst á myndinni sé að gera?

10.

Ansi er þetta huggulegt jólaboð. Takið sérstaklega eftir jólatrénu á borðinu.

11.

Hefur þú farið niður á Austurvöll að sjá stóra jólatréð? Finnst þér það ekki fallegt?

12.

Þessir krakkar eru að skreyta skólastofuna sína fyrir jólin. Er búið að skreyta hjá þér?

13.

Hvaða jólasveinar eru nú þetta? Ætli þetta sé skólaleikrit?

14.

Þessi eru nú aldeilis reffileg! Hvert ætli þau séu að fara?

15.

Hvað ætli þessi jólasveinn sé að segja við krakkana? Þau hlusta öll mjög vel á hann.

16.

Hér er fólk að spila á spil. Spilar þú ekki stundum yfir jólin? Fær strákurinn fremst á myndinni ekki að vera með?

17.

Eru einhverjar bækur á óskalistanum þínum fyrir jólin? Hver er uppáhaldsbókin þín?

18.

Það er fallegt um að litast hjá Dómkirkjunni þegar jólatréð er komið á sinn stað við Austurvöll.

19.

Hvað eru þessir krakkar búnir að föndra? Þau eru greinilega mjög stolt af verkinu sínu.

20.

Ætli þessi stelpa hafi fengið jólasveinana og dúkkuna í jólagjöf? Hvað er efst á óskalistanum þínum fyrir jólin?

21.

Er búið að kaupa jólatré fyrir heimilið þitt? Þessi skellir jólatrénu bara aftan á hjólið sitt. Myndir þú treysta þér til þess?

22.

Þessir krakkar hafa fengið eitthvað skemmtilegt í jólagjöf. Finnst þér jólatréð þeirra ekki fallegt?

23.

Nú er kominn tími á jólabaðið! Þessir strákar baða sig saman í bala.

24.

GLEÐILEG JÓL!