Bækur og rit

Fyrirsagnalisti

Silfur í þjóðminjasafni

Handhægt rit gefið út í tilefni sýningarinnar Silfur í Þjóðminjasafni í  Þjóðminjasafni  1996 með yfirlitsgrein eftir Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörð um silfursmíðar og silfursmiði.

Hlutavelta tímans

Hlutavelta tímans

Hlutavelta tímans er yfirlit um íslenska menningarsögu frá árdögum til samtímans. Menningarsagan speglast í efniviði Þjóðminjasafnsins, þeim minjum sem valist hafa til varðveislu á safninu. Bókin veitir þannig innsýn í menningararfinn sem spannar vítt svið, allt frá húsum, brúkshlutum, kirkjugripum og fornleifum til myndefnis og þjóðháttalýsinga. Í bókina skrifar hátt á fjórða tug höfunda.

Lesa meira

Reykholt - Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland

Þjóðminjasafn Íslands og Snorrastofa gáfu út Reykholt - Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Icelandeftir dr. Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. Í bókinni eru einnig kaflar eftir 20 innlenda og erlenda sérfræðinga sem komu að rannsókninni.

Lesa meira

TÍZKA - kjólar og korselett

Tíska

Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu 2012 . Í bókinni er fjöldi mynda af kjólunum á sýningunni auk fylgihluta. Jafnframt eru í bókinni myndir sem sýna tíðaranda þess tíma sem sýningin spannar, árin frá ca. 1940-1970.

Lesa meira

Teikning - þvert á tíma og tækni

Bók þessi er gefin út í tengslum við sýningunaTeikning - þvert á tíma og tæknií í Þjóðminjasafni Íslands 2012 - 2013. Sýningarefnið var teikningar fjögurra listamanna gerðar annars vegar seint á 18. öld og hins vegar í upphafi 21. aldar.

Lesa meira

Ásfjall. Ljósmyndir Péturs Thomsen.

Ásfjall

Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu á ljósmyndum Péturs Thomsen í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2011. Pétur er einn af fremstu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. Í bókinni er gott úrval mynda úr samtímaverkefni sem Pétur Thomsen ljósmyndari vann með tilstyrk Þjóðminjasafnins.  

Lesa meira

Mynd á þili

Meðal grundvallarrita Þjóðminjasafnsins er tímamótaverk Þóru Kristjánsdóttur listfræðings frá árinu 2005: Mynd á þili : íslenskir listamenn á 16., 17. og 18. öld. Sú bók var gefin var út í samvinnu við JPV-útgáfu í tengslum við samnefnda sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. 

Lesa meira

Í svarthvítu

Hjálmar í svarthvítu

Í tengslum við samnefnda sýningu í Myndasal árið 2012 hefur verið gefin út bókin Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu, með úrvali mynda af sýningunni. Í bókinni er grein um starfsferil Hjálmars eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni og ritaskrá Hjálmars í tímaröð. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála. Ritstjóri er Bryndís Sverrisdóttir.

Lesa meira
Síða 3 af 7