Bækur og rit

Fyrirsagnalisti

Ljósmyndari Mývetninga

Ljósmyndari Mývetninga

 Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar

Í tengslum við sýninguna Ljósmyndari Mývetninga - Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar gaf Þjóðminjasafn Íslands út vandaða bók með sama nafni. Í bókinni eru þrjár greinar um Bárð og fjöldi ljósmynda eftir hann.

Lesa meira

Úrvalið

Hversu góðir eru íslenskir ljósmyndarar? Höfundur bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, varpar spurningunni fram og svarar henni með því að velja þrettán bestu ljósmyndarana frá upphafi sögu ljósmyndunar hér á landi til þessa dags. 

Lesa meira

Á minjaslóð

Á minjaslóð

Á minjaslóð er fjölbreytt safn ritgerða sem út kom árið 2007 [N1] [N2] eftir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörð, frá löngum starfsferli hans við íslenska minjavörslu. Efni greinanna lýtur að byggingarsögu, fornleifafræði, þjóðfræði, listfræði, verkháttum og handverki. Jafnframt er birt úrval ljósmynda Þórs af horfnum starfsháttum, minjum og minjastöðum og heildarritaskrá hans.

Lesa meira

Yfir hafið og heim: íslenskir munir frá Svíþjóð

Vorið 2007 var gerður mikilvægur samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska Museet (Norræna safnsins) í Stokkhólmi í Svíþjóð um íslenska gripi í eigu þess. Í samningnum fólst að munirnir væru afhentir Þjóðminjasafni Íslands til ævarandi varðveislu. Árið 2008 var haldin sýningin Yfir hafið og heim í Þjóðminjasafninu þar sem munirnir voru sýndir. 

Lesa meira

Sögustaðir í fótspor W.G. Collingwoods

Sögustaðir

Á árinu 2010 gaf Þjóðminjasafn Íslands út bókina Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods eftir Einar Fal Ingólfsson. Bókin var gefin út í samvinnu við Crymogeu í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. 

Lesa meira

Faldar og skart

Grasafræðingurinn William Hooker hafði mér sér heim til Englands árið 1809 dýrindis íslenskan faldbúning og brúðarskart. Í bókinni Faldar og skart, sem kom út árið 2013, rekur höfundur sögu þessa faldbúnings ásamt sögu íslenskra kvenklæða fram á 20. öld með aðaláherslu á faldbúninginn. 

Lesa meira

Ævispor

Ævispor

Bókin var gefin út í tengslum við sýningu á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur í Þjóðminjasafni  árið 2010.

Lesa meira

Svipmyndir eins augnabliks

Áhugaljósmyndun var ástríða Þorsteins Jósepssonar (1907-1967) blaðamanns og rithöfundar. Þorsteinn myndaði um allt land og ljósmyndun hans var samofin ferðalögum og starfi hans innan Ferðafélags Íslands.

Lesa meira
Síða 5 af 7