Bækur og rit

Fyrirsagnalisti

Yfir hafið og heim: íslenskir munir frá Svíþjóð

Vorið 2007 var gerður mikilvægur samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska Museet (Norræna safnsins) í Stokkhólmi í Svíþjóð um íslenska gripi í eigu þess. Í samningnum fólst að munirnir væru afhentir Þjóðminjasafni Íslands til ævarandi varðveislu. Árið 2008 var haldin sýningin Yfir hafið og heim í Þjóðminjasafninu þar sem munirnir voru sýndir. 

Lesa meira

Sögustaðir í fótspor W.G. Collingwoods

Sögustaðir

Á árinu 2010 gaf Þjóðminjasafn Íslands út bókina Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods eftir Einar Fal Ingólfsson. Bókin var gefin út í samvinnu við Crymogeu í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. 

Lesa meira

Faldar og skart

Grasafræðingurinn William Hooker hafði mér sér heim til Englands árið 1809 dýrindis íslenskan faldbúning og brúðarskart. Í bókinni Faldar og skart, sem kom út árið 2013, rekur höfundur sögu þessa faldbúnings ásamt sögu íslenskra kvenklæða fram á 20. öld með aðaláherslu á faldbúninginn. 

Lesa meira

Ævispor

Ævispor

Bókin var gefin út í tengslum við sýningu á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur í Þjóðminjasafni  árið 2010.

Lesa meira

Svipmyndir eins augnabliks

Áhugaljósmyndun var ástríða Þorsteins Jósepssonar (1907-1967) blaðamanns og rithöfundar. Þorsteinn myndaði um allt land og ljósmyndun hans var samofin ferðalögum og starfi hans innan Ferðafélags Íslands.

Lesa meira

Endurfundir

Endurfundir

Bókin Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005 er ítarleg sýningarbók sem gefin var út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu sem opnuð var 31. janúar 2009 og er árangur einstakra rannsókna á sviði fornleifa á Íslandi.

Lesa meira

Sigríður Zoega: Ljósmyndari í Reykjavík

Þann 11. september árið 1955 gáfu Sigríður Zoëga og Steinunn Thorsteinsson allt ljósmyndaplötusafn sitt til Þjóðminjasafns Íslands. Í bókinni er að finna æviágrip Sigríðar, fjallað er um verk hennar og úrval af hennar bestu ljósmyndum eru í bókinni. Höfundur texta er Æsa Sigurjóndóttir listfræðingur. 

Lesa meira

Þjóðin, landið og lýðveldið

Þjóðin, landið og lýðveldið

Samfara viðamikilli sýningu á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns sem sýnd var í Þjóðminjasafni árið 2008 gaf safnið út bókina Þjóðin, landið og lýðveldið – Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.

Lesa meira
Síða 5 af 7