Fjölskylduleiðsögn. Herra Davíð B. Tencer Reykjavíkurbiskup Kaþólsku kirkjunnar 8.2.2019 18:00 - 18:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Davíð Tencer segir skemmtilega frá ýmsum gripum sem sjá má á Þjóðminjasafninu og sem tengjast siðum og athöfnum kaþólsku kirkjunnar. 

 

Bókverkasmiðja 8.2.2019 18:00 - 22:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Hið færanlega prentverkstæði Prent & vinir, er uppsett í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu! Komdu og prófaðu að prenta þitt eigið bókverk. 

 

Ör-verslun; Bækur á bakvið 8.2.2019 18:00 - 22:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Bækur á bakvið eru með ör-verslun í anddyri Safnahússins á Safnanótt milli 18-22.

 

Hinsegin kórinn 8.2.2019 19:00 - 19:15 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

 

Regnbogaþráðurinn: Óklippt útgáfa 8.2.2019 19:15 - 20:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Gestum Safnanætur er boðið upp á einstaka hinsegin leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Um er að ræða óklippta útgáfu af Regnbogaþræðinum, sem er hinsegin vegvísir um sýninguna, með spennandi efni sem af ýmsum ástæðum rataði ekki inn í hina endanlegu útgáfu. 

 

Fræðsla um kirkjugripi og -siði. Sr. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju 8.2.2019 20:00 - 21:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni sýninga Þjóðminjasafnsins um kirkjur Íslands í sérsýningarýmum mun sr. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, fræða um gripi og siði kirkjunnar og tengja við nútímann á ferskan og áhugaverðan hátt. Viðburðurinn verður á íslensku. Verið öll velkomin.

 

Frá kristnitöku til siðaskipta. Leiðsögn um valda gripi á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins 10.2.2019 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni Þjóðminjasafns Íslands, fræðir gesti um valda gripi á grunnsýningu safnsins; Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. 

 

Unnar Örn, myndlistarmaður, veitir leiðsögn 17.2.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Nú stendur yfir í Safnahúsinu sérsýningin Bókverk sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn setti upp í fyrra í tilefni af 200 ára afmæli safnsins. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn fræðir gesti leiðsagnarinnar um efni sýningarinnar en hann vann sýninguna í samvinnu við starfsfólk Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

 

Leiðsögn sýningarhöfunda. Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur 24.2.2019 14:00 - 14:45 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 leiða Lilja Árnadóttir og Nathalie Jaqueminet gesti um sýninguna Kirkjur Íslands í Bogasal.