Fjölskylduleiðsögn. Herra Davíð B. Tencer Reykjavíkurbiskup Kaþólsku kirkjunnar
Davíð Tencer segir skemmtilega frá ýmsum gripum sem sjá má á Þjóðminjasafninu og sem tengjast siðum og athöfnum kaþólsku kirkjunnar.
Bókverkasmiðja
Hið færanlega prentverkstæði Prent & vinir, er uppsett í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu! Komdu og prófaðu að prenta þitt eigið bókverk.
Ör-verslun; Bækur á bakvið
Bækur á bakvið eru með ör-verslun í anddyri Safnahússins á Safnanótt milli 18-22.
Hinsegin kórinn
Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.
Regnbogaþráðurinn: Óklippt útgáfa
Gestum Safnanætur er boðið upp á einstaka hinsegin leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Um er að ræða óklippta útgáfu af Regnbogaþræðinum, sem er hinsegin vegvísir um sýninguna, með spennandi efni sem af ýmsum ástæðum rataði ekki inn í hina endanlegu útgáfu.
Fræðsla um kirkjugripi og -siði. Sr. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju
Í tilefni sýninga Þjóðminjasafnsins um kirkjur Íslands í sérsýningarýmum mun sr. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, fræða um gripi og siði kirkjunnar og tengja við nútímann á ferskan og áhugaverðan hátt. Viðburðurinn verður á íslensku. Verið öll velkomin.
Frá kristnitöku til siðaskipta. Leiðsögn um valda gripi á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins
Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni Þjóðminjasafns Íslands, fræðir gesti um valda gripi á grunnsýningu safnsins; Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár.
Unnar Örn, myndlistarmaður, veitir leiðsögn
Nú stendur yfir í Safnahúsinu sérsýningin Bókverk sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn setti upp í fyrra í tilefni af 200 ára afmæli safnsins. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn fræðir gesti leiðsagnarinnar um efni sýningarinnar en hann vann sýninguna í samvinnu við starfsfólk Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Leiðsögn sýningarhöfunda. Kirkjur Íslands. Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur
Sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 leiða Lilja Árnadóttir og Nathalie Jaqueminet gesti um sýninguna Kirkjur Íslands í Bogasal.