Fyrirsagnalisti

Í Vesturheimi 1955. Ljósmyndir Guðna Þórðarsonar. 12.3.2005 - 5.6.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Vesturheimi 1955 er heiti á ljósmyndasýningu sem var helguð ljósmyndum Guðna Þórðarsonar blaðamanns og ljósmyndara. Guðni ferðaðist um byggðir Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum sumarið 1955 með tilstyrk Alþingis og tók ljósmyndir og kvikmyndir. Hann fór víða um og sótti heim fjölmörg byggðarlög, en myndaði eðlilega mest þar sem Vestur-Íslendingar voru fjölmennastir, eins og á Washington eyju í Michiganvatni, í Minnesota, Norður-Dakota og Nýja Íslandi.

Lesa meira
 

Íslendingar í Riccione - ljósmyndir úr fórum Manfroni bræðra 12.3.2005 - 5.6.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Íslendingar í Riccione var sýning ljósmynda sem teknar voru á veitingastaðnum La Traviata á sumarleyfisstaðnum Riccione á Ítalíu á níunda áratug 20. aldar. 

Lesa meira
 

Ómur. Landið og þjóðin í íslenskri hönnun 29.1.2005 - 1.5.2005 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum?

Þessum spurningum og fleiri var velt upp á sýningu Þjóðminjasafnsins, Ómur - Landið og þjóðin í íslenskri hönnun, sem opnuð var í Bogasalnum snemma árs 2005. Sýningin var ein sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sýnd voru verk 42 hönnuða sem sýningarhöfundarnir Páll Hjaltason arkitekt og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður völdu eftir sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjórinn, þjóðbúningurinn, hraunið og þjóðlegt. Verkin á sýningunni spönnuðu allt frá arkitektúr til skartgripa og leitast var við að sýna hvernig íslensk hönnun byggir á grunni arfleifðar og lands en er útfærð, endurnýjuð og aðlöguð nýjum aðstæðum og þörfum samtímans.

Frú Dorrit Moussaieff opnaði sýninguna og Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði gesti.

Lesa meira
 

Reykholt, búskapur og umhverfi 26.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykholt, búskapur og umhverfi var rannsóknasýning um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti opnuð. Reykholtsverkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti.

Lesa meira
 

Eldur í Kaupinhafn 1.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eldur í Kaupinhafn - 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík var rannsóknarsýning sem sett var upp síðsumars árið 2005. Sýningin var samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-Jóns og fjallaði um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705-1779), ævi hans og störf.

Lesa meira