Fyrirsagnalisti

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi 22.10.2017 15:00 - 17:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður þér að koma og skoða sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Jafnframt býðst gestum tækifæri á að hitta þá sem að sýningunni standa. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Lesa meira
 

Guðmundur Ingólfsson 23.9.2017 - 14.1.2018 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar. 

Lesa meira
 

Spegill samfélagsins 1770 15.6.2017 - 23.5.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í tilefni 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní kl. 17 og er hluti af sýningu Safnahússins við Hverfisgötu, sem ber nafnið Sjónarhorn. 

Lesa meira
 

Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld 11.5.2017 - 30.4.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.

Lesa meira
 
Bláklædda konan

Bláklædda konan 23.5.2015 - 16.4.2018 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. 

Lesa meira
 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18.4.2015 - 25.4.2021 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

Lesa meira