Fyrirsagnalisti

Ásfjall 16.6.2011 - 9.10.2011 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni mátti sjá ljósmyndir sem Pétur Thomsen tók á og við Ásfjall í Hafnarfirði á árunum 2008-2011. Samhliða sýningunni kom út vandað rit með ljósmyndum Péturs, en bæði bókin og sýningin hlutu einróma lof gagnrýnenda og gesta. Pétur naut styrks frá Þjóðminjasafni Íslands við vinnu verkefnisins. 

Lesa meira
 

Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 16.6.2011 - 2.10.2011 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni má sjá ljósmyndir Kurt Dejmo sem hann tók í fyrri heimsókn sinni hingað til lands árið 1955.

Lesa meira
 

Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna 14.4.2011 - 31.12.2011 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Verið velkomin á heimasíðu farandsýningarinnar Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna.

Lesa meira
 

Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn 11.2.2011 - 31.12.2011 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Íslandi hefur lengi verið sterk útskurðarhefð og aðallega var skorið í tré og horn. Íslenskur útskurður ber auðþekkt einkenni. Skyldleiki var með útskurði hér á landi og í Noregi á fyrri öldum. Það má sjá á útskurði í norskum trékirkjum og varðveittum íslenskum tréskurði. 

Lesa meira
 

Stoppað í fat 29.1.2011 - 18.9.2011 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning á viðgerðum munum úr safneign. Á sýningunni má sjá fjölbreyttar viðgerðir á fatnaði, vefnaðarvöru, heimilisáhöldum og verkfærum frá ýmsum tímum. Í tengslum við sýninguna hefur verið send út spurningaskrá um viðgerðir og endurnýtingu á heimilum í dag.

Lesa meira
 

Kistlar og Stokkar 15.1.2011 - 31.12.2011 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni má sjá kistla útskorna með höfðaletri, sem er séríslensk leturgerð. Notkun höfðaleturs einskorðaðist nánast alla tíð við gripi úr tré, málmi og horni. Það er ekki fyrr en á 20. öld sem efnisnotkunin verður fjölbreyttari. Áletranir voru ýmist trúarlegs eðlis, vísur eða persónu-legar kveðjur, oft með nafni þess er átti gripinn og ártali.  

Lesa meira