Fyrirsagnalisti

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni gat að líta ljósmyndir sem hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark tók af fötluðum börnum á Íslandi. Þessar myndir sýna veruleika barnanna í samtímanum, en Mary Ellen Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Undrabörn var brugðið upp áhugaverðri myndaröð eftir Ívar Brynjólfsson á Veggnum. Myndir hans sýna sérstaklega umhverfi hinna fötluðu barna í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási.

Lesa meira
 

Undrabörn 9.9.2007 - 3.2.2008 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni Undrabörn mátti sjá ýmis myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist.

Lesa meira
 

Leiðin á milli 19.5.2007 - 30.9.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Til sýnis voru frumleg listaverk þriggja listamanna sem kenna sig við Andrá og vinna með menningararfinn. Þetta eru þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá.

Lesa meira