Bækur og rit
  • Ævispor

Ævispor

  • 2010 - Guðrún Guðmundsdóttir

Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur

Bókin var gefin út í tengslum við sýningu á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur í Þjóðminjasafni  árið 2010.

Á sýningunni voru útsaumsverk Guðrúnar sem hún vann með gömul handrit og forn útsaumuð klæði að fyrirmynd. Verk Guðrúnar eru tilkomumikil og hafa sterka skírskotun í listrænan arf og þjóðlegar hefðir Íslendinga. Þau eru dæmi um hvernig íslenskar konur í nútímanum nýta sér menningararfinn og sýna vel hvernig hefð og nýsköpun fara saman.  

Verk Guðrúnar eru tilkomumikil og hafa sterka skírskotun í listrænan arf og þjóðlegar hefðir Íslendinga. Þau eru dæmi um hvernig íslenskar konur í nútímanum nýta sér menningararfinn og sýna vel hvernig hefð og nýsköpun fara saman. Sýningin er liður í þeirri stefnu safnsins að endurspegla samtímann og tengsl hans við gamlar hefðir.

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritaði formála en ritstjóri er Bryndís Sverrisdóttir.