Afturgöngur og afskipti af sannleikanum
Ljósmyndir móta viðhorf okkar til veruleikans, sannleikans og einstakra atburða í fortíð og nútíð. Í bókinni Afturgöngur og afskipti af sannleikanum eftir Sigrúnu Sigurðardóttur menningarfræðing er fjallað um ljósmyndir sem menningarlegt greiningartæki og skoðað hvernig ljósmyndir móta sjálfsmynd einstaklinga, fjölskyldualbúm þjóða og viðhorf til dauðans.
Ljósmyndir eftir íslenska samtímaljósmyndara eru settar í alþjóðlegt samhengi og fjallað um óljós mörk milli heimildaljósmyndunar og skapandi ljósmyndunar.
Texti bókarinnar er bæði persónulegur og aðgengilegur en um leið er um að ræða fræðilega greiningu sem byggir á helstu kenningum í ljósmyndafræði samtímans.
Sigrún Sigurðardóttir er menningarfræðingur. Samhliða útgáfu bókarinnar var rannsóknarsýningin Þrælkun, þroski, þrá? sett upp í Þjóðminjasafni Íslands árið 2009, en sýningin byggði á þeim hluta bókarinnar sem fjallar um ljósmyndir af börnum við vinnu.