Bækur og rit

Enginn getur lifað án Lofts

  • 2002 - Erlendur Sveinsson, Inga Lára Baldvinsdóttir og Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

Bókin hefur að geyma þrjár greinar um Loft Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, ævi hans og störf eftir Erlend Sveinsson, Ingu Láru Baldvinsdóttur og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur. Loftur var fjölhæfur maður og afkastamikill. Hann var sönglagahöfundur og lagasmiður.

Loftur var einn helsti portrettljósmyndari landsins um aldarfjórðung og naut ljósmyndastofa hans mikilla vinsælda.

Loftur gegndi lykilhlutverki í íslenskri kvikmyndagerð og hóf í raun íslenska kvikmyndagerð sem listgrein. Hann gerði bæði heimildarmyndir og leiknar myndir m.a. fyrstu íslensku talmyndina Milli fjalls og fjöru árið 1948.

Í bókinni er í fyrsta sinn birt úrval ljósmynda eftir Loft og eru það bæði frummyndir og nýmyndir úr safni Þjóðminjasafns Íslands.