Bækur og rit

Gersemar og þarfaþing

  • 1993 -

Bókin var gefin út í tengslum við afmælissýningu Þjóðminjasafnsins árið 1993. Í þessa afmælisbók Þjóðminjasafnsins er valinn einn hlutur eða viðburður sem tengist hverju ári í 130 ára sögu þess. Ártölin merkja því hvaða ár gripur barst en segja ekkert um aldur hans. Bókin sýnir á lifandi hátt þá miklu fjölbreytni í starfsemi safnsins sem mörgum er ókunn.

Eins og bókarheitið ber með sér getur hér að líta gripi af mjög breytilegu tagi. Þar má finna jarðfundna muni frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, kirkjugripi frá miðöldum, verkfæri fyrir tíma vélvæðingar, brúkshluti og leiktæki frá tækniöld auk fjölda annarra muna og minja. 

Leitast er við að velja muni sem lítt hafa verið til sýnis áður. Auk þess er gerð grein fyrir einstökum sérsöfnum og deildum svo sem Ásbúðarsafni, Hljóðritanadeild, Iðnminjasafni, Myndadeild, Nesstofusafni, Sjóminjasafni, Tækniminjadeild, Þjóðháttadeild og Örnefnastofnun.

Í bókina skrifa 35 sérfræðingar sem með einhverjum hætti tengjast Þjóðminjasafninu.