Hlutavelta tímans
Menningararfur á Þjóðminjasafni
Hlutavelta tímans er yfirlit um íslenska menningarsögu frá árdögum til samtímans. Menningarsagan speglast í efniviði Þjóðminjasafnsins, þeim minjum sem valist hafa til varðveislu á safninu. Bókin veitir þannig innsýn í menningararfinn sem spannar vítt svið, allt frá húsum, brúkshlutum, kirkjugripum og fornleifum til myndefnis og þjóðháttalýsinga. Í bókina skrifar hátt á fjórða tug höfunda.
Meirihluti þeirra er eða var starfandi á Þjóðminjasafninu, en einnig skrifa aðrir sérfræðingar í bókina. Hún er ætluð almennum lesendum, aðgengilegt yfirlitsrit sem byggist á nýjum fræðilegum rannsóknum. Í sumum greinum eru birtar niðurstöður frumrannsókna sem ekki hafa fyrr komið fyrir sjónir almennings, en aðrar gefa yfirlit um tiltekið svið sem áður hefur verið skrifað ítarlegar um.
Bókin var gefin út í tilefni opnunar nýrrar grunnsýningar í endurnýjuðu húsnæði Þjóðminjasafnsins árið 2004.