Bækur og rit

Hvað er svona merkilegt við það?

 Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. Grein í bókina ritar Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur, en formála ritar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

 

Á sýningunni Hvað er svona merkilegt við það? er gestum gefinn kostur á að velta fyrir sér breytingum á atvinnuháttum, menntun, búsetumynstri, samskiptatækni og fjölskyldugerð. Þróun samfélagsins frá 1915 til dagsins í dag hefur sett mark sitt á jafnt dagleg störf kvenna sem og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum en jafnframt hafa athafnir kvenna og pólitísk barátta þeirra haft áhrif á þróun samfélagsins. Í sýningarskránni er dregnar fram tilvitnanir sem tengjast baráttu kvenna og störfum.

 

Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og þar er einnig hægt að panta hana í síma 530 2203 eða senda tölvupóst til: vala.olafsdottir@thjodminjasafn.is