Bækur og rit
Langa blokkin í Efra Breiðholti
Lengd byggingarinnar er um 320 metrar og í fljótu bragði líkist hún helst virkisvegg. Innan hennar eru tuttugu stigagangar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur hundruð manns. David Barreiro ljósmyndaði bygginguna, íbúana og umhverfið heima hjá þeim. Íbúarnir eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af því að flytjast til Íslands víða að úr heiminum.
David Barreiro er fæddur árið 1982 í Galisíu á Spáni. Hann hlaut árið 2016 styrk úr sjóði Hjálmars R. Bárðarsonar í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni og er sýningin árangur styrksins. Bókin fæst í vef - og safnbúð Þjóðminjasafnsins.
The book has text in Icelandic and English.
Sýningin Langa blokkin í efra Breiðholti var sett upp í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2018.