Bækur og rit
Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir
Eins og titillinn gefur til kynna er skipulögð leit að íslensku klaustrunum hér í forgrunni. Höfundur bregður ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt og löngu horfinn heimur þeirra opnast fyrir lesendum.
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur er höfundur bókarinnar Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Sögufélag gefur bókina út í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Bókin fæst í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í vefverslun.