Bækur og rit
Sögustaðir í fótspor W.G. Collingwoods
Á árinu 2010 gaf Þjóðminjasafn Íslands út bókina Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods eftir Einar Fal Ingólfsson. Bókin var gefin út í samvinnu við Crymogeu í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni.
Á sýningunni Sögustaðir - í fótspor W.G.Collingwoods var úrval ljósmynda eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnar voru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897.
Í bókinni birtast enn fleiri myndir úr verkefninu, auk ítarlegs texta ljósmyndarans um verkefnið, ljósmyndun, málaralist, ferðalagið og tímann.