Bækur og rit
Þjóð verður til
Leiðarvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár er framlag Þjóðminjasafns Íslands til samræðu sem Íslendingar þurfa sífellt að eiga við sjálfa sig. Hún er tilraun til að varpa nýju ljósi á fortíð Íslendinga með því að sýna menningararfinn sem Þjóðminjasafnið varðveitir í samhengi sögunnar.
Með því að vinna út frá grunnspurningunni Hvernig verður þjóð til? er sjónum beint aftur í tímann allt til landnámsins og gripir frá öllum öldum eru settir í samhengi við söguna. Þannig er áþreifanlegri mynd brugðið upp af lífi Íslendinga í gegnum aldirnar.