Bækur og rit

Þjóðminjar

  • 2016 - Margrét Hallgrímsdóttir

Margrét Hallgrímsdóttir

Þjóðminjasafn Íslands og bókaútgáfan Crymogea gefa út Þjóðminjar eftir Margréti Hallgrímsdóttur. Í þessari ríkulega myndskreyttu bók greinir þjóðminjavörður frá sögu Þjóðminjasafns Íslands og fjallar um hinn fjölbreytta menningararf sem safnið geymir. 

Hlutverk Þjóðminjasafns er að miðla þekkingu um sögu og aðstæður fólks, vekja til umhugsunar og auðga samfélagið. Það er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og leiðandi í safnastarfi á Íslandi. Menningarminjar í vörslu Þjóðminjasafns segja sögu þjóðarinnar frá landnámi til nútíma og varða veginn til framtíðar.

Bókin er 352 blaðsíður að stærð og hönnuð af Ámunda Sigurðssyni. Ritstjóri er dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir og myndaritstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósmyndir tók Ívar Brynjólfsson, auk þess sem töluvert af myndefni bókarinnar er úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni.

Bókin fæst í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og í vefversluninni

http://netverslun.thjodminjasafn.is/is/product/thjodminjar