Bækur og rit
  • Undrabörn

Undrabörn - Extraordinary Child

  • 2007 - Mary Ellen Mark, Einar Falur Ingólfsson, Ívar Brynjólfsson, og Margrét Hallgrímsdóttir

Mary Ellen Mark

Mary Ellen Mark er heimsþekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann og hefur myndað heimilislaus ungmenni í Seattle, starf líknarstofnunar móður Teresu í Kolkata og vændishús í Mumbai svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún kom til Íslands árið 2006 heillaðist hún mjög af því starfi sem unnið er með fötluðum börnum á Íslandi.

 

Í kjölfarið leitaði Þjóðminjasafn Íslands eftir samstarfi við Mary Ellen Mark um að ljósmynda líf fatlaðra barna á Íslandi. Verkefnið hlaut meðal annars styrk úr Menningarsjóði Glitnis. Afraksturinn er sýningin Undrabörn og samnefnd sýningarbók. Á sýningunni og í bókinni eru einnig myndverk eftir undrabörnin sjálf.

Auk ljósmynda Mary Ellen prýða myndir Ívars Brynjólfssonar bókina, Einar Falur Ingólfsson ritaði inngang og formáli er eftir Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð. 

 Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og þar er einnig hægt að panta hana í síma 530 2203 eða senda tölvupóst til: verslun@thjodminjasafn.is