Bækur og rit
Vinnandi fólk
Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafns Íslands 2016.
Verkalýðshreyfingin hefur verið einn mikilvægasti gerandi við mótun velferðarsamfélags á Íslandi á 20. öld. Hún hefur líka verið ein öflugasta félagshreyfing landsins. Þess vegna er brýnt að kanna sögu hreyfingarinnar, hvað hún hefur lagt til málanna, hvað hefur vel tekist, hvað miður og hvers vegna. Mikilvægt er að rifja upp þetta framlag vegna þess að ekki er unnt að skilja og meta samtímann nema þekkja fortíðina. Sýningin Vinnandi fólk. Alþýðusamband Íslands 100 ára er liður í því verkefni.