Safnið í sófann

Þinn eigin Sölvi Helgason

  • Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir alþýðulistamanninn, flakkarann, heimspekinginn og sérvitringinn Sölva Helgason (Sólon Íslandus), um 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðrara blaða með smáskrift Sölva. 

Síðar á þessu ári, þann 16. ágúst, verða liðin 200 ár frá fæðingu hans. Hér má nálgast „aflitaða“ mynd eftir Sölva til að prenta út og lita að eigin vild.

Fyrir þau sem vilja bera sinn Sölva saman við frumgerðina má nálgast skráningu hennar hér:

https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=336034