Þjóðháttasafn: desember 2020

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð - 4.12.2020

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð, eigin reynslu eða upplifun fólks af henni í samtímanum. Söfnunin er unnin í samstarfi við verkefnið Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar. og meistaranema í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Á grundvelli svara við spurningaskránni, og viðtala sem tekin hafa verið, skapast fræðilegar undirstöður til að vinna að hugsanlegri tilnefningu laufabrauðshefðarinnar á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf heims.

Lesa meira