Fréttir

Þjóðminjasafnið fær afhentar yfir 1000 teikningar og um 1800 ljósmyndir Poul Nedergaard Jensen

Poul Nedergaard Jensen arkitekt og fyrrverandi kennari við Arkitektaskólann í Árósum í Danmörku hefur afhent Þjóðminjasafni Íslands ljósmyndasafn sitt ásamt uppmælingateikningum; afrakstur ferða hans um Ísland á árunum 1973-2006. Um er að ræða yfir 1000 teikningar og um 1800 ljósmyndir.

Laugardaginn 18. Nóvember 2017 fór fram málþing og móttaka honum til heiðurs í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þá sæmdi Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson Poul Nedergaard Jensen heiðursmerki fálkaorðunnar í þakklætisskyni fyrir störf hans í þágu íslenskrar byggingarlistar og byggingarsögu. 

Ljósmyndir: Gunnar Vigfússon