Fréttir

Bækur í útgáfu Þjóðminjasafns Íslands tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

1.12.2017

Tvær bækur í útgáfu Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Sögufélag og Opnu voru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokknum fræðirit og bækur almenns efnis.

 

 

Bókin Málarinn og menningarsköpun. Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874 er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka. Þjóðminjasafn Íslands gefur bókina út í samstarfi við bókaútgáfuna Opnu. Ritstjórar eru Karl Aspelund og Terry Gunnell.

Leitin að klaustrunum - klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur er einnig tilnefnd í flokki fræðibóka. Sögufélagið gefur bókina út í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Bækurnar fást í safnbúðum Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Einnig eru bækurnar til sölu í vefverslun safnsins.

http://netverslun.thjodminjasafn.is/is/product/leitin-ad-klaustrunum-klausturhald-a-islandi-i-fimm-aldir-steinunn-kristjanssdottir

http://netverslun.thjodminjasafn.is/is/product/malarinn-og-menningarskopun-sigudur-gudmundsson-og-kvoldfelagid-1858-1874

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 voru kynntar 1. desember á Kjarvalsstöðum. Fimm verk eru tilnefnd í hverjum flokki; fræðibóka og rita almenns efnis, fagurbókmennta og barna- og ungmennabóka.