Fréttir: desember 2018

Blýantsteikning eftir Sigurð Guðmundsson málara afhent safninu - 17.12.2018

Stjórn Minja og sögu - vinafélags Þjóðminjasafns Íslands færði safninu að gjöf á aðalfundi félagsins 15. desember sl. blýantsteikningu af Árna Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Teikningin er frá árinu 1858 og er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara. Sigurður Guðmundsson var forvígismaður að stofnun Forngripasafnsins árið 1863 sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands. Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar eru einstakar heimildir um 19. öldina og er mikill fengur að frumgerð myndarinnar til varðveislu í safninu. Teikningin af Árna Thorsteinssyni var gefin safninu í tilefni af 30 ára afmæli félagsins og vegna aldarafmælis fullveldisins. 

Lesa meira