Fréttir: desember 2018

Setberg afhent Háskóla Íslands - 21.12.2018

Fimmtudaginn 20. desember afhenti Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Háskóla Íslands húsið Setberg til afnota. Með tilkomu nýs varðveislu- og rannsóknaseturs Þjóðminjasafns Íslands á Tjarnarvöllum, gafst færi á að þétta raðir starfemi Þjóðminjasafnsins úr fimm starfsstöðvum í fjórar. Setberg hýsti áður aðalskrifstofur Þjóðminjasafns og er staðsett norðan við Aðalbyggingu Háskólans. Setberg verður nú nýtt af Háskóla Íslands fyrir ýmsa þróunarvinnu í tengslum við kennslu, þar verða kennslustofur og aðstaða fyrir kennara til að tileinka sér rafræna kennsluhætti. 

Lesa meira

Undirritun samnings um myndbirtingu úr rafrænum safnmunaskrám - 21.12.2018

 Með samningnum er söfnunum kleift að birta safnkost sinn á vefnum og skólum landsins heimilt að nota efnið við kennslu og fræðslu. Um er að ræða tímamótasamning sem opnar á heimild almennings og skóla til að nota menningararf landsins til kennslu og fræðslu. Von er á að önnur söfn í landinu skrifi undir sams konar samning fljótlega.

Lesa meira