Fréttir

Sýningin Augnhljóð úr Þjóðminjasafni Íslands í Norræna safninu í Seattle

14.1.2019

Um þessar mundir stendur yfir í Norræna safninu (Nordic Museum) í Seattle sýningin Augnhljóð / Øjenlyd / Eyesound.

Sýningin Augnhljóð er afrakstur bréfaskipta í myndum og orðum á milli tveggja danskra myndlistarmanna, Else Ploug Isaksen og Iben West, og fjögurra íslenskra rithöfunda, þeirra Sigurbjargar Þrastardóttur, Kristínar Ómarsdóttur, Hallgríms Helgasonar og Einars Más Guðmundssonar. Samhliða sýningunni voru myndir og textar eftir höfundana sex gefnir út á bók.

Sýningin í Þjóðminjasafni stóð yfir frá júní til september á fullveldisárinu 2018.
Úrval mynda og texta af sýningunni úr Þjóðminjasafni var valin á sýninguna í Norræna safninu í Seattle. Hún var opnuð 30. nóvember 2018 og stendur til 31. mars 2019.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norræna safnsins í Seattle https://nordicmuseum.org/exhibitions/162698.