Fréttir: apríl 2021

Ríkissjóður eykur eignarhluta ríkisins á Keldum - 23.4.2021

Keldur á Rangárvöllum eru einstakur sögustaður og einn af merkustu minjastöðum á Íslands og má ætla að þar hafi orðið byggð stuttu eftir landnám. Á Keldum er varðveitt einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð og fornleifar elstu byggðar. Til þess að unnt verði að varðveita menningarminjar á Keldum við sem bestar aðstæður, gera þær aðgengilegar almenningi og gera staðinn aðgengilegan gestum, hefur Ríkisstjórn Íslands, að fengnum tillögum Þjóðminjasafns Íslands, ákveðið að auka við eignarhluta ríkisins á Keldum.

Lesa meira