Fréttir

Aðalfundur Minja og sögu

Aðalfundur Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafnsins er haldinn fimmtudaginn 14. september kl. 12 í fyrirlestrarsal á Suðurgötu 41. Á fundinum flytur Guðný Zoëga, fornleifafræðingur, erindið: Skagfirskar kirkju- og byggðasögurannsóknir 2015–2017.

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins, hefur starfað frá árinu 1988. Markmið þess er að styrkja starfsemi Þjóðminjasafnsins á ýmsan hátt og vekja skilning á mikilvægi þess að vel sé búið að helsta menningarsögulega safni þjóðarinnar.

Hægt er að skrá sig í félagið hér: 

http://www.thjodminjasafn.is/stofnunin/um-safnid/samstarfsadilar/minjar-og-saga/