Afhending tveggja nýdoktorastyrkja
Fyrr á árinu voru auglýstir tveir nýdoktorastyrkir vegna 100 ára afmælis sjálfstæðis Íslands. Fyrir styrkveitingunni stendur Carlsberg sjóðurinn og buðust tveir nýdoktorastyrkir, hvor um sig í tvö ár. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Þjóðarsögusafnsins í Friðriksborgarkastala og Háskóla Íslands.
Þjóðminjavörður og safnstjóri Þjóðarsögusafnsins í Friðriksborg munu undirrita samkomulag um samstarf safnanna af þessu tilefni en markmiðið er að styrkja samstarfs háskólans og safnanna til framtíðar litið.
Styrkirnir verða afhentir í Veröld-húsi Vigdísar 1. desember.
Nýdoktorstöðurnar verða afhentar að viðstaddri Danadrottningu.
Tveir nýdoktorar, Dale Kedwards og Katarzyna Anna Kapitan tóku við styrkjum til rannsóknarverkefnisins úr hendi Margrétar II. Danadrottnirnar á hátíðarviðburði í Veröld – húsi Vigdísar á fullveldisdeginum 1. desember. Dale lauk doktorsprófi frá York-háskóla árið 2015 og hefur í rannsóknum sínum rýnt í það hvaða sögu íslensku handritin segja um hugmyndir norrænna manna um stöðu þeirra í alheiminum. Katarzyna er að ljúka doktorsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla og hefur rannsakað sýn lærðra manna frá miðri sautjándu öld til þjóðernisrómatíkurinnar á 19. öld á norræna fornöld. Dale mun hafa aðsetur á Þjóðminjasafni Íslands og vera í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Katarzyna Anna Kapitan mun hafa aðsetur við Þjóðminjasafn Danmerkur.