Fréttir
  • Víkingasverð

Víkingasverð

Víkingasverð frá 10.öld

Nokkrir gæsaveiðimenn gengu fram á merkilegar fornleifar í Skaftárhreppi á Suðurlandi þann 3. september 2016. Um er að ræða sverð af svokallaðri Q gerð sem vísar til gerðfræði sverðsins.  Sverðið mun vera frá síðari hluta 10. aldar og hefur varðveist mjög vel. Alls hafa fundist 24 sverð frá víkingaöld og er þetta því kærkominn gripur í safnið.