Fréttir

Það sem má ekki gleyma: Ísland og heimur á hreyfingu

19.1.2017

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 31. janúar kl.12 mun Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Kristin-Lofts

Í fyrirlestrinum fjallar Kristín um sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi, en hún er einn af tveimur sýningahöfundum. Kristín kynnir þau megináhersluatriði sem höfð voru að leiðarljósi í hugmyndavinnu sýningarinnar og kemur sérstaklega inn á fordóma og hreyfanleika þeirra.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.