Fréttir

Málstofa um póst- og frímerkjasögu

Póstmenn koma víða við

30.11.2020

Þann 1. desember næstkomandi munu Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Skógasafn standa fyrir málstofu um póst- og frímerkjasögu. Yfirskrift málstofunnar er „Póstmenn koma víða við“ og verða þar flutt þrjú fræðsluerindi. Málstofan verður send út í beinni vefútsendingu á Facebook-síðum safnanna þriggja og hefst hún kl. 11:00.

Málstofan er samvinnuverkefni Þjóðminjasafns, Þjóðskjalasafns og Skógasafns en söfnin fengu í upphafi ársins styrk frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til verkefna er varða varðveislu, kynningu og fræðslu sem tengist póst- og frímerkjasögu.

1. desember 2020 kl. 11 - 12

DAGSKRÁ

11:00-11:10 Fundarsetning
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður
11:10-11:15 Hönnun á frímerki um landsnefndina 1770-1771
Þorbjörg Helga Ólafsdóttir, grafískur hönnuður
11:15-11:30 Landpóstarnir 1782-1930, þróun sýningarinnar og markmið
Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns
11:30-11:45 Frímerkjasöfnun í Þjóðminjasafni Íslands
Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns
11:45-12:00 Fundarlok
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður

Fundarstjóri er Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni.