Fréttir
  • Krysuvik3

Ný og endurbyggð Krýsuvíkurkirkja komin í Krýsuvík

10.10.2020

Krýsuvíkurkirkja brann 2. janúar 2010 eftir að kveikt hafði verið í henni. Fljótlega eftir brunann var ákveðið að ráðast í endursmíði á kirkjunni og nú í sumar var því verkefni lokið. 

Að endursmíði kirkjunnar stóðu nemendur í húsasmíði við Tækniskólann í Hafnarfirði en auk skólans hafa vinafélag Krýsuvíkurkirkju og Þjóðminjasafnið staðið að verkefninu. Krýsuvíkurkirkja var fyrst reist fyrst árið 1857 og var síðan endurbyggð árið 1964. Síðan þá hefur hún verið í vörslu Þjóðminjasafnsins en mun innan tíðar verða færð til eignar og umsjónar Hafnarfjarðarkirkju. Krysuvik0

Krysuvik1

Krysuvik2