Fréttir

Starfsmaður í veitingarekstur

Veitingarekstur í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir áhugasömum aðila til að annast veitingarekstur í Safnahúsinu við Hverfisgötu.  Til greina kemur samningur við aðila um reksturinn eða ráðning starfsfólks í dagvinnu/helgarvinnu. Miðað er við að veitingastaðurinn sé opinn daglega á opnunartíma sýningarinnar.

Safnahúsið, sem er friðað og af mörgum talið eitt fegursta hús Reykjavíkur, hýsir nú  samstarfs-sýninguna Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim. Í Safnahúsinu eru einnig tvær fundarstofur og lestrarsalur til útleigu.

Veitingastaðurinn er vel tækjum búinn og þarf viðkomandi að: 
• Vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi safngesta, fundargesta og annarra gesta
• Vera tilbúinn að bjóða upp á veitingar sem henta starfsemi hússins
• Hafa reynslu eða hæfni til að sinna veitingarekstrinum af alúð, smekkvísi og metnaði
• Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera tilbúinn að þróa reksturinn í takt við reynslu og þarfir hússins hverju sinni.

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember nk. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá þar sem fram koma upplýsingar um störf umsækjanda ásamt nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila. Umsóknir skulu berast á póstfangið starfsumsokn@thjodminjasafn.is merkt „Veitingarekstur“.

Starfshlutfall miðast við opnunartíma safnsins, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og SFR. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Anna G. Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í síma 530-2200 (anna@thjodminjasafn.is) og Sigurlaug J. Hannesdóttir safnvörður Safnahússins í síma: 530-2222 (sigurlaug@thjodminjasafn.is).

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.