Sýningar framundan
  • Ljósmynd: Sviðsett nálgun Kirstine Lund á portrettljósmyndun sést með skýrum hætti hér á mynd hennar af Petru dóttur sinni og vinkonu hennar, um 1900. Ljósmynd: Skjalasafn, Sögusafnið í Vendsyssel.

Í skugganum

Konur meðal frumkvöðla í ljósmyndun

  • 21.5.2022 - 4.9.2022, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni sýningar  í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar.

Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að konurnar stunduðu ljósmyndun í skugganum í tvenns konar skilningi. Þær stóðu bak við myndavélina og utan sviðsljóssins en líka í skugga karlkyns ljósmyndara síns samtíma. Stundum voru verk þeirra jafnvel eignuð eiginmönnum þeirra.

Á sýningunni stíga þessar konur út úr skugganum og taka sér rými í sögu ljósmyndunar. Sýningin varpar ljósi á þau áhrif sem kvennljósmyndarar höfðu á þróun listgreinar og þær aðstæður sem þær unnu við í Danmörku, Íslandi, Færeyjum, Ameríku og dönsku Vestur-Indíum.

Þessar konur voru um margt afar mikilsvirkir skrásetjarar síns samtíma. Þær tóku ekki aðeins portrettmyndir heldur skrásettu í myndum sínum fólk af mismunandi stigum, atvinnuhætti, heimilishald, náttúru, jafn sem lífið í sveit og borg.

Sýningin var upprunalega sett upp í Museum Østjytland í Randers á Jótlandi undir titlinum I skyggen – De første kvindelige fotografer í apríl 2021.

 Framleiðandi sýningar : Museum Østjylland, Randers Danmark

Ljósmynd: Sviðsett nálgun Kirstine Lund á portrettljósmyndun sést með skýrum hætti hér á mynd hennar af tveimur ungum konum, um 1900. Ljósmynd: Skjalasafn, Sögusafnið í Vendsyssel.